Landshringur Mílu er slitinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs vegna hlaups sem hafið er í Múlakvísl.
Í fréttatilkynningu frá Mílu segir að búið sé að verja öll þau sambönd sem mögulegt er að verja á strengnum. Viðgerðamenn eru að meta aðstæður á svæðinu, en viðgerð getur ekki hafist nema aðstæður leyfi.