Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa í dag unnið að því að setja upp skilti sem sýna að þjóðvegur 1 er lokaður við Múlakvísl.
Þó flestir Íslendingar hafi fylgst með fréttum að hlaup í Múlakvísl hafi eyðilagt brúna yfir ána hafa ekki nærri allir útlendir ferðamenn fengið upplýsingar um þetta. Allmargir ferðamenn hafa komið að ánni án þess að vita að hún væri ófær.
Í gær voru vegagerðarmenn á Egilsstöðum að setja upp skiltið um lokun vegarins.