Skilti sett upp vegna Múlakvíslar

Bíll björgunarsveitarinnar Víkverji ferjar bíl yfir Múlakvísl
Bíll björgunarsveitarinnar Víkverji ferjar bíl yfir Múlakvísl mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skilti fyrir ferðamenn verður sett upp á sex stöðum í dag vegna Múlakvíslar. Segir í tilkynningu að áritun á skiltinu hafi verið breytt  í  ljósi þess að nú er fólk og bílar ferjað yfir fljótið.

Skiltin fara upp við Seyðisfjörð, tvö verða sett upp við Egilsstaði, eitt við Kirkjubæjarklaustur, Landvegamót og við Rauðavatn.

mbl.is