Framkvæmdir við bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl gengur vonum framar samkvæmt fréttatilkynningu frá Vegagerðinni. Fram kemur að þegar séu komnir upp 50 metrar af brúnni.
Gert er ráð fyrir að brúin sem slík verði tilbúin annað kvöld eða aðfararnótt föstudagsins. Þá verði hægt að hleypa ánni undir brúna en mikil vinna verði eftir við að verja hana fyrir ánni sem og veginn og tengja veginn við brúna áður.
Fram kemur að ekki sé þó unnt að tímasetja nákvæmlega hvenær verkinu verði endanlega lokið og hægt verði að hleypa umferð yfir brúna.