Vegagerðin hefur útbúið öflugra vað á Múlakvísl eftir óhapp, sem varð í gær þegar rúta með ferðamenn festist í ánni. Jarðýta er stöðugt í vaðinu til að tryggja öryggi bifreiða.
Flutningar fólks og fólksbíla hófust aftur í morgun eftir hlé frá því í gær vegna óhappsins og ganga þeir vel, samkvæmt stöðuskýrslu frá Almannavörnum.
Til stendur að bæta fjórða sérútbúna vörubílnum við flutningana og hefur tekist að útvega enn öflugri langferðabifreið í flutninga með fólk yfir Múlakvísl. Bílarnir eru í stöðugum flutningum yfir ána.