Stöðufundur stendur nú yfir hjá Vegagerðinni um framhald framkvæmda við bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl. Er jafnvel mögulegt að tekin verði ákvörðun um að veita ánni fyrr undir brúna en til hefur staðið til þessa.
Eins og fram hefur komið á mbl.is hefur brúarsmíðin gengið mjög vel undanfarna daga og mun betur en gert hafði verið ráð fyrir. Sá möguleiki hefur verið ræddur að hugsanlega verði hægt að veita Múlakvísl undir ána strax á morgun og jafnvel opna á umferð bíla strax um helgina.
Engar ákvarðanir um endanlegar tímasetningar liggja þó fyrir í þeim efnum enn sem komið er.