Fyrsti bíllinn yfir klukkan 12

Múlakvísl.
Múlakvísl. mbl.is/Jónas Erlendsson

Stefnt er að því að fyrsti bíllinn aki yfir nýju bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl um tólf leytið á hádegi í dag, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

„Vinnan hefur gengið mjög vel, það var unnið í alla nótt við að klára vegtengingar við brúna og verið er að ljúka við að ganga frá varnargörðum, “sagði G. Pétur í samtali við mbl.is um klukkan tíu í morgun.

„Þetta hefur gengið hraðar en menn áttu von á, ég held að það séu allir sammála um það. Menn hafa lagt sig einstaklega mikið fram við þetta verkefni.“

mbl.is