Engar breytingar hafa orðið á sigkötlunum sem mynduðust í syðri hluta Kötluöskjunnar um síðustu helgi. „Þeir eru mjög svipaðir núna og þeir voru strax eftir hlaupið í Múlakvísl,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur, sem flaug yfir svæðið í dag.
Hann segir að vatn hafi safnast saman í dýpsta katlinum. „Það er þarna smá pollur sem hefur myndast vegna bráðnunar. Þetta er mjög eðlilegt og gerist alltaf í svona dældum á jöklum að sumarlagi. “