Fagna greiðum samgöngum

Ekið yfir bráðabirgðabrúna á Múlakvísl
Ekið yfir bráðabirgðabrúna á Múlakvísl mbl.is/Jónas Erlendsson

Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands fagnar því að samgöngur eru á ný greiðar til Suðausturlands með opnun hringvegarins yfir Múlakvísl.

Í fréttatilkynningu kemur fram að mikill fjöldi fólks á Suðausturlandi hefur lifibrauð sitt af ferðaþjónustu og þolir illa áföll af því tagi sem rof á hringveginum í júlí felur í sér.

„Starfsmenn Vegagerðarinnar, lögregla, björgunarsveitir og aðrir sem hafa unnið sleitulaust undanfarna viku eiga mikið hrós skilið fyrir sín störf. Með elju sinni tókst þeim að lágmarka tjón ferðaþjónustuaðila á háannatíma," segir í tilkynningu.

mbl.is