Hörð gagnrýni á ráðherra

Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Stjórn­arþing­menn gagn­rýndu störf Jóns Bjarna­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, harðlega á sam­eig­in­leg­um fundi ut­an­rík­is­mála-, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar- og um­hverf­is­nefnd­ar í gær­morg­un.

Fund­ar­efnið var fram­ganga ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar á 63. árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í júlí síðastliðnum. Íslenska sendi­nefnd­in gekk þá af fundi ásamt full­trú­um Nor­egs og Jap­ans til að koma í veg fyr­ir að fund­ur­inn væri álykt­un­ar­hæf­ur og hægt væri að greiða at­kvæði um mjög um­deilda til­lögu Suður-Am­er­íku­ríkja um stofn­un griðasvæðis í Suður-Atlants­hafi.

Að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins gagn­rýndu stjórn­ar­liðar – þá helst Árni Þór Sig­urðsson og Mörður Árna­son en einnig Álf­heiður Inga­dótt­ir, Þuríður Backm­an og Ólína Þor­varðardótt­ir – ráðherr­ann „nokkuð harka­lega“ fyr­ir fram­göngu ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar. Full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðu báru hins veg­ar blak af ráðherr­an­um og lýstu jafn­framt yfir furðu sinni á störf­um stjórn­ar­liða enda hefði sendi­nefnd­in ein­ung­is staðið vörð um rétt­mæta hags­muni Íslend­inga á fund­in­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: