Smartland fór til Hollywood á dögunum og á næstu vikum verður efnið frá ferðinni birt. Leikarinn Darri Ingólfsson er búsettur í Hollywood og er að reyna að koma sér á framfæri sem leikari. Hann segir að slagurinn sé mikill enda margir um hituna. Á dögunum lék hann í Samsung-auglýsingu sem hjálpaði honum mikið.