Of skammur tími

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ernir

Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, seg­ir að nýt­ing­ar­samn­ing­ar sem gert er ráð fyr­ir í kvótafrum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra séu til of skamms tíma. Það skapi óvissu sem sé slæm fyr­ir bank­ann og at­vinnu­grein­ina.

For­ystu­menn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um hafa gagn­rýnt Lands­bank­ann hark­lega fyr­ir um­sögn hans um frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um framtíðarfyr­ir­komu­lag fisk­veiðistjórn­un­ar. Þessi óánægja kom meðal ann­ars fram á fundi flokks­ráðs VG um helg­ina. Þar sagði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Alþing­is, bank­ann haga sér eins og eit­ur­lyfja­sjúk­ling sem heimtaði meira dóp. Steinþór vildi ekki tjá sig um þessi um­mæli, sagði þau dæma sig sjálf, en vísaði í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is þar sem hvatt er til mál­efna­legr­ar umræðu og að gagn­rýni fái að koma fram.

Ólína Þor­varðardótt­ir, vara­formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar, gagn­rýn­ir í grein að bank­inn gefi sér þá for­sendu fyr­ir um­sögn sinni að afla­heim­ild­ir komi ekki til end­urút­hlut­un­ar eft­ir fimmtán ár og það muni skerða lán­veit­ing­ar til sjáv­ar­út­vegs­ins.

Steinþór svar­ar því til að óvissa sé um það hvað ger­ist eft­ir fimmtán ár og það hafi áhrif á viðskipta­vini Lands­bank­ans og áhættu út­lána hans. Fimmtán ár séu of skamm­ur tími. „Ég hvet alla til að lesa vel grein­ar­gerð okk­ar. Von­andi þrosk­ast málið í meðferð Alþing­is og við fáum niður­stöðu sem sátt er um,“ seg­ir Steinþór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: