Hvatt til umsókna um aðlögunarstyrki

Starfs­menn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við Rauðar­ár­stíg vinna mark­visst að því að hvetja bænd­ur og aðra sem starfa að land­búnaði til að sækja um aðlög­un­ar­styrki frá ESB til að styrkja stjórn­sýslu sína, und­ir­búa inn­leiðingu ESB-gerða og laga sig að kröf­um ESB í aðild­ar­viðræðunum. Þetta kem­ur fram á Evr­ópu­vakt­inni.

„Til þessa eru veitt­ir svo­nefnd­ir IPA-styrk­ir. Í áskor­un­ar­bréfi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins eru mót­tak­end­ur þess hvatt­ir til að sækja um styrk fyr­ir 16. sept­em­ber.

ESB veit­ir tvenns kon­ar styrki til um­sókn­ar­rík­is, ann­ars veg­ar til að kalla til sér­fræðinga og taka þátt í upp­fræðslu­starfi, hins veg­ar til að laga sig að kröf­um ESB á aðlög­un­ar- og viðræðuferl­inu, svo­nefnda IPA-styrki.

Ráðherr­ar vinstri-grænna hafa sagt að ekki hefj­ist nein aðlög­un í ráðuneyt­um und­ir þeirra stjórn fyrr en samið hafi verið við ESB. Þá verði ekki sótt um IPA-aðlög­un­ar­styrki úr ráðuneyt­um þeirra. Við svo búið ákvað ut­an­rík­is­ráðuneytið að það mundi sjá um styrk­umsókn­ir og er bréfið sem hér er sagt frá til marks um að ráðuneytið fer sínu fram þrátt fyr­ir af­stöðu sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra," seg­ir í frétt Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina