Stjörnuþjálfun er splunkunýr þáttur á Smartlandi. Fylgst verður með fimm stelpum sem ætla að komast í sitt besta form með Smartlandi og Hreyfingu.
Leikfimisdrottningarnar Anna Eiríksdóttir og Ágústa Johnson munu þjálfa stelpurnar á meðan átakinu stendur. Tæplega 500 konur sóttu um að komast í Stjörnuþjálfun, en því miður komast bara fimm áfram.
Lesendur geta haft áhrif á það hver kemst áfram með því að fara inn á Smartland Mörtu Maríu á Facebook. Þær sem safna flestum „like-um“ komast áfram.