Tæplega 500 konur sóttu um að komast í átakið Stjörnuform með Smartlandi og Hreyfingu. 15 konur komust í fyrsta úrtak og á fimmtudag og föstudag söfnuðu þær „lækum“ á Facebooksíðu Smartlands.
Þær sem komust áfram heita Auður Guðmundsdóttir, Dagmar Ásmundsdóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Björg Pálsdóttir og Júlía Rós Júlíusdóttir. Stelpurnar ætla að komast í sitt besta form næstu 12 vikurnar.
Á morgun fáum við að kynnast þeim betur í þætti númer tvö á sjónvarpi mbl.is.