Baðfatamyndirnar af Auði Guðmundsdóttur

Auður Guðmundsdóttir er rúmlega tvítug og nemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á útivist og fjallgöngum. Í janúar síðastliðnum lenti hún í rútuslysi í Tansaníu þar sem hún var sjálfboðaliði. Vegna slyssins gat hún ekki stundað eins mikla hreyfingu og hún vildi. Nú er hún komin á gott ról og tilbúin til að taka á því. Auður er ein af skvísunum sem taka þátt í Stjörnuþjálfun Smartlands og Hreyfingar.

„Núna er ég búin að jafna mig á meiðslunum eftir slysið og hef verið að reyna að byrja aftur í líkamsrækt en það hefur ekki gengið nógu vel. Mig langar til þess að komast í það form sem mig hefur alltaf langað til að vera í,“ segir Auður.

Aðspurð um markmið sitt segir Auður að það sé að geta gengið á Hvannadalshnjúk og notið þess. Ekki vera í dauðateygjunum á leiðinni upp.

mbl.is