Baðfatamyndirnar af Evu Margréti

Eva Margrét Kristinsdóttir er 25 ára lögfræðinemi. Hún er í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og virk í bæjarstjórnarmálum á Seltjarnarnesi. Vegna anna hefur líkamsræktin setið á hakanum síðustu misseri. Eva Margrét æfði handbolta af kappi en hætti fyrir þremur árum og síðan hefur hún ekki verið nógu dugleg að hreyfa sig.

Í fyrra var Eva Margrét í skiptinámi í Danmörku sem gerði það að verkum að hún tók bjórinn fram yfir ræktina.

„Þegar ég hætti í handboltanum lofaði ég sjálfri mér að missa ekki niður formið og reyndi að mæta í ræktina reglulega. Ég var fljót að komast að því að þegar maður er ekki með þjálfara er mjög auðvelt að skrópa. Nú þremur árum seinna er draumurinn að komast í betra form en ég var í þegar ég æfði handbolta á sínum tíma.“

mbl.is