Dagmar er gift þriggja barna móðir. Hún segist vera um það bil 15 kílóum þyngri en hún var þegar hún gifti sig. Hún segist þrá að passa aftur í brúðarkjólinn.
„Ég er agalega spéhrædd og því er þetta mikil áskorun fyrir mig.“
Dagmar er nýflutt heim frá Skotlandi en þar bjó hún í fimm ár á meðan eiginmaður hennar var í námi. Hún átti kort í rækt þegar hún bjó úti en notaði það lítið.
„Mig langar að líða vel í mínu eigin skinni og veit að það er gott spark í rassinn að láta taka myndir af sér á baðfötum, enda hræðir það mig mest.“
Helsta markmið hennar er að missa nokkur kíló og komast í gott form.