Fór á náttfötunum út í sjoppu

Guðrún Björg Pálsdóttir.
Guðrún Björg Pálsdóttir. mbl.is/Golli

Guðrún Björg Pálsdóttir í átakinu Stjörnuþjálfun hefur átt í svolítilli baráttu við sykurfíknina. Hún segist oft hafa farið út í sjoppu þegar hún var búin að hátta sig á kvöldin. Guðrún Björg skrifar um sykurinn á bloggi sínu.

„Veikleiki minn er/var fólginn í því að langa stöðugt í eitthvað sætt og oftar en ekki hafði sykurpúkinn yfirhöndina. Sjoppuferðir voru vel þekktar og stundum var ég háttuð á kvöldin og skellti mér samt í sjoppuna því bölvaður sykurpúkinn stjórnaði mér. Svo ég tali nú ekki um matarskammtana. Ég er vön að borða alltof stóra skammta og kýla út á mér vömbina. Græðgin stjórnaði mér og er ég búin að stækka á mér vömbina vegna þess. Borðaði sjaldan og mikið í einu og alveg HISSA á því hvað ég væri orðin þung þrátt fyrir það að ég hefði alltaf hreyft mig frekar mikið, allavega svona í skorpum,“ segir Guðrún Björg á bloggi sínu.

HÉR er hægt að lesa blogg Guðrúnar.

mbl.is