Ný kvótalög ávísun á fátækt á Íslandi

Við höfnina í Grindavík.
Við höfnina í Grindavík. mbl.is/RAX

Álits um nýtt kvótafrum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráðherra er að vænta frá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is í vik­unni. Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir nýja frum­varpið vera í ferli sem stjórn­ar­andstaðan hafi óskað eft­ir.

„Við þinglok í vor var það krafa stjórn­ar­and­stöðunn­ar að ekki yrði unnið meira með frum­varpið í nefnd­inni held­ur farið yfir um­sagn­ir og sent álit frá nefnd­inni til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.“ Lilja vill ekki tjá sig um efni álits­ins en seg­ir að það verði kynnt þegar nefnd­in send­ir frá sér sitt álit.

Um­sagn­ir margra hags­munaaðila og sér­fræðinga­hóps sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafa verið mjög nei­kvæðar og sterk­lega varað við skaðanum af vænt­an­leg­um breyt­ing­um sem mælt er fyr­ir í frum­varp­inu.

Að sögn Lilju kem­ur það henni ekki á óvart. „Þetta er ákveðin varðstaða um óbreytt kerfi frá hags­munaaðilum og þeir verða sjálf­ir að bera ábyrgð á eig­in mál­flutn­ingi. Við ger­um grein fyr­ir okk­ar máli í álit­inu sem verður sent frá okk­ur til ráðherra. Þar koma okk­ar svör við þess­um um­sögn­um.“

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni, að eng­in samstaða muni ríkja um álit nefnd­ar­inn­ar og að full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins muni skila séráliti til ráðherra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina