Dagmar Ásmundsdóttir, sem tekur þátt í Stjörnuþjálfun, hefur lést um 3 kíló síðan átakið byrjaði fyrir tveimur vikum. Dagmar segir frá árangrinum á bloggi sínu.
„Ég er búin að bæta tíman minn um 4 mínútur í 5 kílómetra hlaupinu (göngunni fyrir mig ENNÞÁ) sem er heimavinnan okkar hverja viku og sykurþörfin er ekki nein eða allavega mjög lítil.“
Hún segist vera að koma sjálfri sér mikið á óvart þessa dagana. Á sunnudaginn fór hún á æfingu en undir venjulegum kringumstæðum eru sunnudagar hvíldardagar.
„Ég ætla svo innilega að verða komin í minni kjólinn fyrir jólin og kápan sem ég keypti mér í Zara fyrir 4 árum á útsölu, en hef aldrei passað í og er ennþá með verðmiðanum á, SKAL passa.“