Hinn heilagi líkamsræktartími

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir. Eggert Jóhannesson

Eva Margrét Kristinsdóttir, sem tekur þátt í Stjörnuþjálfun, setur aðra hluti til hliðar til að komast í ræktina.  Á bloggi sínu segir hún frá því hvernig hún er að fóta sig í ræktarhlutverkinu á nýjan leik eftir hlé.

„Í önnum hversdagsins er hægara sagt en gert að setja hreyfingu í fyrsta sætið. Öll erum við að reyna að standa okkur vel í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég veit að það eru fleiri en ég sem kannast við þá tilfinningu að það eru hreinlega aldrei nógu margir klukkutímar í sólarhringnum til að klára öll verkefnin sem bíða.“

Um margra ára skeið æfði Eva Margrét handbolta og þá var tíminn á milli 18.00 og 20.00 á kvöldin heilagur.

„Þegar ég æfði handbolta voru oftast æfingar milli kl. 18 og 20. Þessi tími var heilagur og allir í kringum mig vissu að það var ekki hægt að plana neitt með Evu fyrr en eftir 20. Vinkonur mínar voru alltaf mjög skilningsríkar og höfðu hittinga á dögum þegar það var frí hjá mér á æfingum eða bara eftir kl. 20. Kvöldmaturinn á heimilinu hliðraðist til eða fékk bara að standa á hellunni þangað til ég kom heim. Það skipti ekki máli hvað ég var að gera ég einfaldlega henti því frá mér og skundaði á æfingu.

Þegar ég hætti í handboltanum hugsaði ég með mér hvað fólk væri eiginlega að gera milli kl. 18 og 20. Eru ekki allir að hreyfa sig þá? Fyrsta hálfa árið gekk vel. Ég hélt mér í rútínunni að æfa alltaf milli kl. 18 og 20. En svo byrjaði ballið. Verkefnin byrjuðu að hlaðast upp. Maður hætti að setja sig og sína hreyfingu í fyrsta sætið. Fundir, hittingar, vinna o.fl. fór að ryðjast fram fyrir hinn heilaga ræktartíma.“

HÉR er hægt að lesa blogg Evu Margrétar.

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is