Júlía Rós stóðst freistinguna

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Eggert Jóhannesson

Júlía Rós Júlíusdóttir slæst við sykurpúkann þessa dagana en hún stóðst allar freistingar. Á blogginu segir Júlía Rós frá því að „þetta mánaðarlega“ sé svolítið að gera henni lífið leitt þessa dagana.

„Það var vigtun á mánudaginn eins og vant er og mín bara næstum 2 kíló niður á tveimur vikum. Síðan fórum við Fabulous 5 í smá aukavigtun og test og vitið menn, auðvitað þurfti ég í þeirri vigt að fara upp á við (en svona ykkur að segja þá var það bara út af þessu mánaðarlega, þið stelpur skiljið mig). Þannig að ég ætla ekki að taka það inn á mig og halda ótrauð áfram með mitt prógramm. Vigtunin á laugardaginn verður góð, ég veit það!“

„Í gær var svakaleg æfing með Önnu í Hreyfingu. Við pöruðum okkur í hópa og áttum að klára um 15 æfingar og var því keppni á milli hópa. Þá vantaði ekki keppnisskapið og hefur það ekki farið fram hjá mér hvað líkaminn er þreyttur. Eftir svona erfiða æfingu er auðvitað ekki slæmt að fara í dekur og fórum við svo allar í dekur í spainu í Hreyfingu. Það er sko flott spa! Mæli hiklaust með því, hafði ekki komið þarna áður og þetta var algjörlega æðislegt.“

„Annars var dagurinn í dag ótrúlega „challenging“ fyrir mig þar sem það var NAMMI út um allt í vinnunni ... og það er alltaf svona X-tra craving í gotterí hjá mér (og flestum konum) í kringum þetta mánaðarlega. En ég get verið stolt af sjálfri mér því að ég stóðst það.“

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is