Minnimáttarkenndin truflar Dagmar

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. Eggert Jóhannesson

Dagmar Ásmundsdóttir segist finna til minnimáttarkenndar á Stjörnuþjálfun. Henni finnst hinar stelpurnar miklu öflugri en hún sjálf. Á bloggi sínu segir Dagmar frá því að hún hafi ekki verið nógu ströng við sig í gegnum tíðina.

„Ég er núna með yndislegum og sterkum stelpum í þessari áskorun og mér finnst oft eins og ég geti ekki eins mikið og þær. Við vorum t.d. í armbeygju- og uppsetuprófi í gær og ó mæ god hvað ég get ekki rass í því. En þá er bara að draga fram Pollýönnu sem liggur stundum í dvala einhvers staðar innan í mér og bara reyna mitt besta. Ekki annað hægt og ég get ekki annað en orðið betri í því sem ég er að taka mér fyrir hendur.“

„Eftir tæpar 10 vikur ÆTLA ég að geta gert allavega eina almennilega armbeygju for crying out loud og 30 uppsetur.“

HÉR er hægt að lesa bloggið hennar.

Dagmar Ásmundsdóttir.
Dagmar Ásmundsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is