Eva Margrét gefur ekkert eftir

Eva Margrét Kristinsdóttir.
Eva Margrét Kristinsdóttir. mbl.is/Golli

Eva Margrét Kristinsdóttir, sem tekur þátt í Stjörnuþjálfun, fer alltaf tvær aukaferðir í stigann eftir hverja æfingu. Að taka stigann gengur út á að hlaupa tvær ferðir í stigaganginum í Hreyfingu. Hún segir að þessi aukaæfing geri gæfumuninn.

„Fjórða vikan komin á fullt, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Bara rúmar 8 vikur eftir. Þetta er síðasta vikan á fyrsta námskeiðinu af þremur sem að við fimm förum á. Nýtt námskeið hefst næsta mánudag. Við mætum á skipulagðar æfingar 4x í viku. Anna gefur okkur svo heimaverkefni á þriðjudögum sem er að hlaupa 5 km á tíma. Það er svo gaman að taka svona æfingar þar sem árangurinn er vel mælanlegur. Auðvelt að sjá hvort að maður er að bæta sig eða ekki. Nú er fjórða hlaupið afstaðið og ég er búin að bæta tímann um rúmar þrjár mínútur, komin undir 30 mín, og það er einmitt þar sem ég á að vera. Ég er ótrúlega ánægð með það og ætla bara að halda áfram að bæta mig. Við erum alveg með það á hreinu að það eru aukaæfingarnar sem að skapa meistarann og þess vegna tökum við alltaf aukaæfingu eftir æfingarnar upp í Hreyfingu. Þó að við séum alltaf alveg búnar á því eftir tímana þá hendumst við tvær ferðir í stiganum í Hreyfingu. Þessir stigar eru mjög langir og tröppurnar eru margar, en við látum okkur hafa þetta. Við erum sannfærðar að þetta mun gefa okkur þetta litla extra. Aldrei að vita nema ferðunum fjölgi þegar á líður,“ segir Eva Margrét á bloggi sínu. 

mbl.is