Björk þolir ekki hrós

Björk flytur Bíófíliu á Airwaves.
Björk flytur Bíófíliu á Airwaves. Inez & Vinoodh

Björk Guðmundsdóttir er á forsíðu nýjasta tölublaðs Monitor sem kom út í dag. Blaðið er jafnframt tileinkað Airwaves, sem fer fram í næstu viku. Fyrir neðan má sjá brot úr forsíðuviðtalinu við Björk:

Nú hefur þú hlotið Gullpálmann, verið tilnefnd til Grammy-verðlauna sautján sinnum sem og nefnd til sögunnar á listum MTV og VH1 yfir bestu söngkonur heims. Hvert er mesta hrósið eða viðurkenningin sem þér hefur hlotnast?

„Það er erfitt að segja en það er náttúrlega verðmætara þegar vinir eða ættingjar kunna að meta mann og það sem maður er að gera. Annars þoli ég reyndar ekki hrós, þau fara rosalega illa í mig. Ég verð alltaf hálfgrunsamleg þegar byrjað er að hrósa. Ég er mjög íslensk hvað þetta varðar, það er að segja mér finnst mikilvægara að finna að fólki líki við mann heldur en að það þurfi að segja það.“

Meira í Monitor. Blaðið má nálgast í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is