Monitor helgaður Airwaves

Björk er á forsíðu Airwaves-blaðs Monitor.
Björk er á forsíðu Airwaves-blaðs Monitor. Inez & Vinoodh

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin með pomp og prakt í næstu viku, nánar tiltekið 12.-16. október, og af því tilefni er nýjasta tölublað Monitor tileinkað hátíðinni í einu og öllu.

Í blaðinu er að finna viðtal við sjálfa Björk Guðmundsdóttur, sem jafnframt prýðir forsíðu blaðsins, Airwaves-stílinn, viðtal við Nilla sem sló í gegn fyrir ári á Airwaves, ásamt hressu spjalli við ýmsa listamenn sem troða upp á hátíðinni. Nælið ykkur í eintak.

Meira í Monitor. Blaðið má nálgast í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is