Kona í neyð í höfninni

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Júlíus

Lögreglu barst tilkynning þess eðlis að kona væri hætt stödd í Reykjavíkurhöfn og voru sjúkraflutningamenn og lögregla send á vettvang.

Að sögn lögreglu klifraði konan niður stiga á bryggjunni og lét sig síga í sjóinn. Var hún orðin nokkuð köld og þrekuð þegar henni var bjargað úr hafinu en hún mun að sögn lögreglu eiga við geðræn vandamál að stríða.

Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem tilkynnt er um konu í neyð í Reykjavíkurhöfn en fyrr í vikunni kastaði kona sér í hafið á svipuðum slóðum.

Þá barst lögreglu einnig tilkynning um útigangsmann sem fallið hafði í gólfið í Kringlunni um klukkan 14 í dag.

Maðurinn mun vera nokkuð illa haldinn vegna áfengisneyslu og mun stunda slíkt athæfi í von um að komast inn á sjúkrastofnun.

mbl.is