Monitor hitti nokkra Airwaves-aðdáendur og spjallaði við þá um hátíðina í ár, hverju þau eru spenntust fyrir og hvernig ætti að koma sér í Airwaves-gírinn.
Þorkell Máni Pétursson, útvarps- og umboðsmaður, svarar spurningum Monitor.
Hvað hefur þú farið oft á Airwaves?
Ég held ég hafi farið á meira en minna allar hátíðirnar síðan þetta byrjaði, þannig að þetta verður ellefta skiptið mitt núna í ár.
Hvað er eftirminnilegast?
Eftirminnilegustu tónleikarnir eru einna helst Ham, Mínus og 80th Matchbox b-line disaster. Þeir voru mjög eftirminnilegir og virkilega góðir.
Hvað ætlar þú að sjá í ár?
Ég er mjög spenntur fyrir kölskakvöldinu í Hörpu á miðvikudag. Ég held að það sé mitt „line up“ nokkuð augljóslega. Það eru margir skemmtilegir tónlistarmenn sem koma þar fram.
Hverju ertu spenntastur fyrir?
Ég er mjög spenntur fyrir Glóbus og Rakvélunum. Síðan er ég líka virkilega spenntur að sjá böndin Zebra and Snake og 22-Pistepirrko, það verður gaman.
Hvernig kemur þú þér í Airwaves-gírinn?
Ég fæ mér bara tvöfaldan soja-latte og kemst í góðan Airwaves-gír við það.
Heilræði fyrir Airwaves?
Bara ekki halda að þú sért eitthvað merkilegur og farðu í röð.