Lítið mál að klára sjávarútvegsmálin

Fjármálin rædd á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna.
Fjármálin rædd á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. mbl.is/Ómar

Efniviður í lausn á framtíð sjáv­ar­út­vegs­ins ligg­ur í til­lög­um sátta­nefnd­ar um af­nota­samn­inga. Þetta sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­laga í gær.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í kem­ur fram, að Stein­grím­ur teldi að það væri ekki óskap­lega mikið mál að klára málið og hann gæti klárað það á þrem­ur vik­um réði hann því einn.

Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, gagn­rýndi í setn­ing­ar­ræðu sinni að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefði verið í frosti í þrjú ár vegna þess að ekki hefði verið tek­in ákvörðun um framtíðar­stjórn fisk­veiða.

„Þetta bitn­ar á öllu þjóðfé­lag­inu og allra fyrst á viðkvæm­um sam­fé­lög­um vítt og breitt um landið sem eiga allt sitt und­ir sjáv­ar­út­veg­in­um,“ sagði Hall­dór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina