Yoko Ono sló á létta strengi í lok tónleika með hljómsveit sinni Yoko Ono Plastic Ono band í Hörpu í gær eins og sjá má af eftirfarandi twitterfærslu sem birtist á vef Airwaves en tónleikarnir voru hluti af Airwaves-tónlistarhátíðinni:
yoko ono just got shut down by the icelandic police due to curfew! but she still managed to sneak one song in. #badass
Af tístinu má ráða að lögreglan hafi þaggað niður í Yoko Ono vegna útgöngubanns en hún náð að lauma einu lagi að í viðbót.
Að sögn tónleikagests voru aðstæður ekki jafn dramatískar og ráða má af færslunni, heldur var Yoko Ono að grínast með að hljómsveitin hefði spilað fram yfir yfir tónleikatímann og lögreglan myndi vísast stöðva hana ef hún færi ekki að hætta.