Góð stemning í Bláa lóninu

DJ Margeir í góðum höndum.
DJ Margeir í góðum höndum. Ljósmynd/www.pix.is

Það sást nærri hvergi auður blettur í Bláa lóninu í dag þegar Blue Lagoon Chill fór fram en það er árviss viðburður sem haldinn er í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina.

Líkt og áður var það DJ Margeir sem sá um tónlistina en Human Woman, plötusnúðarnir Gísli Galdur og Jón Atli, sáu líka um að halda fjörinu uppi, með aðstoð frá þýsku húlladansmeynni Beku.

Þá steig Daníel Ágúst einnig á svið en að sögn viðstaddra var stemningin afar góð og fékk söngvarinn afar góðar viðtökur frá gestum lónsins.

Ljósmynd/www.pix.is
Ljósmynd/www.pix.is
Ljósmynd/www.pix.is
mbl.is