Samningaleið á villigötum

mbl.is/Halldór

„Tíma­lengd samn­inga er stutt, end­ur­nýj­un­ar­tím­inn mjög stutt­ur og lík­ur á end­ur­nýj­un óviss­ar. Að öllu virtu eru þessi atriði til þess fall­in að auka á óvissu frek­ar en hitt,“ sagði Axel Hall, lektor við Há­skól­ann í Reykja­vík, meðal ann­ars í er­indi á aðal­fundi LÍÚ í gær.

Axel var formaður sér­fræðinga­nefnd­ar sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra skipaði í fyrra­vet­ur til að fjalla um hagræn áhrif frum­varps um fisk­veiðistjórn­un.

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir samn­ing­um til 15 ára og mögu­leik­um á fram­leng­ingu til átta ára. „Kerfið sem hér er lagt til lýk­ur á 23. ári án fyr­ir­heits og í því er mörg­um spurn­ing­um ósvarað, til dæm­is hvort mark­mið stjórn­valda sé fram­hald nú­ver­andi kerf­is eða hvort í þessu frum­varpi sé að finna sól­ar­lags­ákvæði þess,“ sagði Axel.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að meg­in­inn­tak þess sem fræðimenn hefðu skrifað um samn­inga­leið í sjáv­ar­út­vegi fjallaði um sam­fellu milli samn­ings­tíma og end­ur­nýj­un­ar. Slíka sam­fellu væri ekki að finna í frum­varp­inu. Axel sagði að umræða um samn­ings­leið væri orðin um tíu ára göm­ul og sjón­ar­mið sem skiptu máli fyr­ir nýt­ing­ar­rétt í samn­ings­kerfi hefðu ræki­lega verið reifuð með stefnu­mót­un sem stjórn­völd hefðu unnið að. Frum­varpið viki frá þess­um sjón­ar­miðum í veiga­mikl­um atriðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: