Rökrétt að breytingar séu kostaðar af ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á fundi utanríkisráðherra ESB fyrr á árinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á fundi utanríkisráðherra ESB fyrr á árinu. Reuters

„Eðli­legt er og rök­rétt að slík­ar breyt­ing­ar, sem und­ir­bún­ar eru eða fram­kvæmd­ar vegna aðild­ar, séu m.a. kostaðar af Evr­ópu­sam­band­inu að stærst­um hluta," seg­ir m.a. í svari Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra við spurn­ingu Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, Fram­sókn­ar­flokki, um á hvaða laga­stoð hvíldi viðtaka 596 millj­óna króna fjár­fram­lagi frá er­lend­um aðilum sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga fyr­ir árið 2012. Spurði Vig­dís sér­stak­lega hvort um styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu væri að ræða.

Svar ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Vig­dís­ar er eft­ir­far­andi:

„Ísland á eins og önn­ur um­sókn­ar­ríki kost á að sækja um fram­lög úr sér­stök­um sjóðum m.a. til að standa straum af breyt­ing­um á stjórn­kerfi, eða stofn­un­um, sem um kann að semj­ast, eða til að byggja upp þekk­ingu inn­an ís­lenska stjórn­kerf­is­ins á innviðum Evr­ópu­sam­bands­ins, þar á meðal sjóðakerfi þess. Öll um­sókn­ar­ríki hafa skilj­an­lega not­fært sér þetta, enda oft um kostnaðarsam­ar breyt­ing­ar að ræða. Eðli­legt er og rök­rétt að slík­ar breyt­ing­ar, sem und­ir­bún­ar eru eða fram­kvæmd­ar vegna aðild­ar, séu m.a. kostaðar af Evr­ópu­sam­band­inu að stærst­um hluta.
    Til að svo verði þurfa stjórn­völd viðkom­andi ríkja að samþykkja það með form­leg­um hætti. Alþingi er æðsta stjórn­vald Íslend­inga um fjár­mál rík­is­ins og fer með fjár­veit­ing­ar­valdið. Fyr­ir­spurn­in virðist byggð á þeim skiln­ingi að um­rædd­um fram­lög­um hafi þegar verið veitt viðtaka. Svo er ekki, enda hvorki fjár­auka­laga­frum­varp né fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar orðið að lög­um þegar fyr­ir­spurn­in var fram sett eða henni svarað. Frum­varp til laga er til­laga til Alþing­is. Slíkt frum­varp um­skap­ast ekki sem lög fyrr en Alþingi hef­ur samþykkt það með þeim breyt­ing­um sem alþing­is­menn koma sér sam­an um. Að fram­an­greind­um laga­frum­vörp­um samþykkt­um stofn­ast laga­heim­ild til þess gern­ings sem um er spurt. Hér verður ekki seilst um hurð til lok­unn­ar frem­ur en í öðru sem lög varðar og hann því ekki fram­kvæmd­ur fyrr en Alþingi hef­ur veitt til þess um­rædda heim­ild.

mbl.is