Greina og kortleggja helstu álitamálin

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. mbl.is/Ómar

„Það ligg­ur á því að skýra sjáv­ar­út­vegs­mál­in og koma fram með frum­varp,“ seg­ir Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra og formaður ráðherra­nefnd­ar, sem hef­ur það verk­efni að skoða vinnu­skjöl sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um end­ur­skoðun laga um stjórn fisk­veiða.

Með Guðbjarti í nefnd­inni er Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra. Guðbjart­ur vill ekki nefna tíma­setn­ingu um hvenær þau muni skila af sér. „Þetta er stórt mál, sem þarf að ná sátt um með ein­hverj­um hætti,“ seg­ir hann.

„Okk­ur hef­ur verið falið að greina og kort­leggja helstu álita­mál­in, hvað flokk­arn­ir eru sam­mála um og hvað þarf að skoða bet­ur og setja þá í far­veg. Við mun­um fara yfir frum­varpið sem lagt var fram í vor, drög­in eða kynn­ing­arein­takið sem sett var inn á vef sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og ýmis önn­ur gögn sem hafa bæst við síðan sátta­nefnd­in svo­kallaða lauk störf­um,“ seg­ir Guðbjart­ur, en hann var formaður þeirr­ar nefnd­ar.

Spurður hvort vinn­unni ljúki með því að þau skili af sér unnu frum­varpi seg­ir Guðbjart­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að það þurfi ekki endi­lega að verða svo.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: