„Höfum ekkert að óttast“

Sumarútbreiðsla og gönguleiðir makríls.
Sumarútbreiðsla og gönguleiðir makríls. mbl.is

„Við höf­um ekk­ert að ótt­ast ef farið er að alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um, hvort sem það eru samn­ing­ar sem þeir eru aðilar að eða samn­ing­ar við okk­ur.“

Þetta seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, í Morg­un­blaðinu í dag um und­ir­bún­ing Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir refsiaðgerðir vegna ósjálf­bærra fisk­veiða.

Ekki er fylli­lega ljóst hvaða regl­ur fram­kvæmda­stjórn ESB vill fá samþykkt­ar en þær geta meðal ann­ars lotið að tak­mörk­un á inn­flutn­ingi á fiski.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að mak­ríll sé ekki nefnd­ur sér­stak­lega en stofn­inn er of­veidd­ur vegna þess að ekki hef­ur náðst sam­komu­lag um skipt­ingu veiðanna eft­ir að flökku­stofn­inn fór að ganga í miklu magni inn í ís­lenska fisk­veiðilög­sögu og ís­lensk skip hófu stór­felld­ar veiðar. Útflutn­ings­verðmæti mak­ríls hef­ur stór­auk­ist síðustu ár og er áætlað að það verði 25-30 millj­arðar í ár. 2

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: