Ómaklegt að rætt sé um refsiaðgerðir

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að það væri mjög ómak­legt að rætt væri inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins um leiðir til að beita Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum vegna deilna um mak­ríl­veiðar.

Hún sagði hins veg­ar óeðli­legt, að þessu máli væri blandað sam­an við aðild­ar­viðræður Íslend­inga við Evr­ópu­sam­bandið.

Jó­hanna var að svara fyr­ir­spurn frá Ein­ari K. Guðfinns­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks, sem spurði með hvaða hætti verði form­lega brugðist við því, að Evr­ópu­sam­bandið sé að ræða um hugs­an­leg­ar refsiaðgerðir í fullri al­vöru. Jó­hanna sagði að tekið yrði á því af fullri festu ef til þess kæmi að refsiaðgerðum yrði beitt.

Hann spurði hvort ekki væri óeðli­legt að á sama tíma og ESB væri að und­ir­búa refsiaðgerðir gengju Íslend­ing­ar svipu­göng­in í aðild­ar­viðræðum. Jó­hanna sagði, að mak­r­íl­málið hefði ekk­ert truflað þær viðræður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina