Þurfandi boðið í mat á jólunum

Frá Konukoti
Frá Konukoti mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Yfir 200 manns gætu orðið í mat hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík og í Reykjanesbæ á aðfangadagskvöld. Yfir 60 voru búnir að skrá sig í matinn í Reykjavík í gærdag og yfir 80 í Reykjanesbæ og margir eiga eftir að bætast við, auk sjálfboðaliða.

Hjálparstofnanir aðstoða þá sem eiga enga að eða eru í þeim aðstæðum að geta ekki haldið jól heima. Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, er opið alla jólahátíðina og um áramótin. Þar er reynt að skapa heimilislega hátíðarstemningu. „Sjálfboðaliði, sem er kokkur, eldar fyrir konurnar á aðfangadagskvöld og allar fá þær gjafir,“ segir Katla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Reykjavík. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, verður opinn allan sólarhringinn og er búist við um 100 símtölum á dag yfir hátíðirnar.

Þá er Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni opin alla hátíðisdagana og þar verður boðið upp á heitan mat í hádeginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: