Fréttaskýring: Unnið að forsendum fyrir nýju frumvarpi

Óvissa er um framtíð fiskveiðistjórnarkerfisins, en ráðherrahópur vinnur að því …
Óvissa er um framtíð fiskveiðistjórnarkerfisins, en ráðherrahópur vinnur að því leggja meginlínur fyrir lagasmiði og lögfræðinga. mbl.is/RAX

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær ráðherra­hóp­ur skil­ar af sér áliti um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu. Í hópn­um eru Guðbjart­ur Hann­es­son, vel­ferðarráðherra, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra, en þau hafa m.a. kallað til sam­ráðs þing­menn­ina Ólínu Þor­varðardótt­ur og Kristján Möller, Sam­fylk­ingu, og Lilju Raf­ney Magnús­dótt­ur og Björn Val Gísla­son frá VG.

Guðbjart­ur vildi ekki staðfesta þessi nöfn í sam­tali við blaðið í gær, en sagði að þing­flokk­ar stjórn­ar­flokk­anna kæmu að mál­inu áður en vinnu ráðherr­anna lyki. Hann sagði að hóp­ur­inn hefði rætt við ýmsa, þar á meðal við formann og vara­formann LÍÚ til að upp­lýsa þá um hvað væri verið að gera og hvernig.

„Ráðherra­hóp­ur­inn mun skila for­send­um fyr­ir nýju frum­varpi þar sem dregn­ar verða fram þær meg­in­lín­ur sem við vilj­um hafa þar,“ sagði Guðbjart­ur. „Í fram­haldi af því taka lög­fræðing­ar og laga­smiðir við og vinna að gerð frum­varps í sam­ráði við okk­ur og stefnt er að því að leggja fram frum­varp á vorþingi. Við vinn­um meðal ann­ars út frá stjórn­arsátt­mál­an­um, áliti sátta­nefnd­ar­inn­ar, sem ég leiddi á sín­um tíma, og það er einnig margt gott í þeim drög­um sem unn­in voru í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu í haust. Það er allt uppi á borðinu, en núna erum við að glíma við for­send­urn­ar og að sætta þau sjón­ar­mið sem við telj­um mik­il­vægt að sætta fyr­ir frum­varps­smíðina,“ sagði Guðbjart­ur.

Til­bún­ar að skrifa frum­varp

Þing­menn­irn­ir Björn Val­ur og Kristján koma úr Norðaust­ur­kjör­dæmi, en þær Ólína og Lilja Raf­ney úr Norðvest­ur­kjör­dæmi. Björn Val­ur sat m.a. í sátta­nefnd­inni og Lilja Raf­ney og Ólína voru formaður og vara­formaður sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar Alþing­is.

Sem slík­ar sendu þær sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í haust grein­ar­gerð um heild­stætt fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varp ráðherra, ásamt til­lög­um um þær breyt­ing­ar sem gera þyrfti á frum­varp­inu áður en það yrði lagt fram að nýju. Þær lýstu sig reiðubún­ar til þess að skrifa frum­varpið upp að nýju í umboði ráðherra og í sam­ráði við sér­fræðinga.

Frum­varpið var harðlega gagn­rýnt í byrj­un síðasta sum­ars og það var lagt til hliðar. Í haust kynnti ráðherra hins veg­ar á rík­is­stjórn­ar­fundi vinnu­skjal eða drög að breyt­ing­um á nú­gild­andi lög­um um fisk­veiðistjórn­un. Í fram­haldi af því var ráðherra­hóp­ur­inn skipaður.

Ólína fjall­ar í blogg­færslu um breyt­ing­ar á kerf­inu og seg­ir m.a. að eitt þeirra verk­efna sem við blasi sé „að búa svo um hnúta að gætt verði jafn­ræðis við gerð og út­hlut­un nýt­ing­ar­samn­inga (til 15 ára skv. frum­varpi) og út­leigðra afla­heim­ilda (til eins árs, svo­kallaður leigu­hluti). Jafn­framt þarf at­vinnu­rétt­ur sjáv­ar­byggðanna til nýt­ing­ar sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar að vera tryggður. Verði áfram byggt á samn­inga­leiðinni svo­kölluðu er óhjá­kvæmi­legt að opna frek­ar á milli fyr­ir­hugaðra nýt­ing­ar­samn­inga og leigu­hluta rík­is­ins (tíma­bund­inna afla­heim­ilda).“

Jafn­framt seg­ir að „far­sæl­ast væri að hverfa með öllu frá hug­mynd­um um byggða- og íviln­un­ar­potta og þar með miðstýr­ing­ar­valdi ráðherra hverju sinni við út­hlut­un byggðakvóta.“

Frjáls­ar strand­veiðar

„Til þess að efla nýliðun og auka hrá­efn­is­fram­boð til fisk­vinnslu á minni stöðum tel ég rétt að stór­efla strand­veiðar og gefa þær „frjáls­ar“ inn­an skil­greindra (og strangra) marka,“ seg­ir Ólína í blogg­færslu. Veiðitíma­bilið þyrfti að vera af­markað við fimm daga í viku í 4-6 mánuði. Aðeins bát­ar minni en 15 brútt­ót­onn með tvær hand­færar­úll­ur fengju leyfi. Veiðarn­ar yrðu bundn­ar skráðum eig­anda, sem ekki gerði út aðra báta á strand­veiðitím­an­um.

Ólína tel­ur að verði þess­um skil­yrðum fylgt strangt eft­ir yrðu aðrar tak­mark­an­ir óþarfar. „Þess­ar um­hverf­i­s­vænu, sjálf­bæru veiðar myndu skila mörg hundruð störf­um og stór­aukn­um gjald­eyris­tekj­um í þjóðarbúið,“ seg­ir Ólína.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina