Guðlaugur Þór: Jóni fórnað fyrir makríldeiluna

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Ómar Óskarsson

Jóni Bjarna­syni var meðal ann­ars vikið úr stól sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til að tryggja að nýr maður færi með ráðuneytið þegar Ísland, Nor­eg­ur og ESB setj­ast að samn­inga­borðinu í mak­ríl­deil­unni 20. janú­ar næst­kom­andi. Þetta er mat Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Guðlaug­ur Þór ræddi brott­vikn­ingu Jóns úr stjórn­inni í ára­mótaþætti Hrafnaþings, viðtalsþætti á ÍNN.

Krafa ESB að gefið verði eft­ir

„Stærsta málið snýr að Evr­ópu­sam­band­inu. Jó­hanna er aðeins að hugsa um einn hlut og það er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir. ... Hún vill klára þetta ESB-mál... 20 janú­ar verða samn­ingaviðræður Íslands, Nor­egs og ESB út af mak­r­íl­mál­inu. ... Ef við gef­um ekki veru­lega eft­ir okk­ar kröf­um er veru­leg hætta á að samnn­ingaviðræður [við ESB] fari á ís eða að það verði beitt refsiaðgerðum gegn ís­landi,“ sagði Guðlaug­ur Þór og rök­studdi þannig hvers vegna Sam­fylk­ing­in hefði ekki talið stætt á því að hafa Jón áfram í stól ráðherra.

Hluti af næstu kosn­inga­bar­áttu

Þá leiddi Guðlaug­ur Þór lík­ur að því að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hefði látið af fjár­málaráðuneyt­inu til að geta notið þess sem at­vinnu­málaráðherra að fé yrði greitt úr Lands­bank­an­um á næsta ári sem meðal ann­ars yrði varið í at­vinnu­mál­in.

Stein­grím­ur myndi þá njóta þess sem at­vinnu­málaráðherra að geta kynnt ný verk­efni og við það upp­skorið vin­sæld­ir.

mbl.is