Jón ákvað makrílkvóta fyrir 2012

Jón Bjarnason er hættur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en féll …
Jón Bjarnason er hættur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en féll ekki verk úr hendi á lokadeginum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eitt síðasta verk Jóns Bjarna­son­ar, frá­far­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, var að gefa út nýja reglu­gerð um mak­ríl­veiðar á Íslands­miðum.

Þar seg­ir í fyrstu grein, að heim­ilt sé öll­um fiski­skip­um, sem leyfi hafa til veiða í at­vinnu­skyni í fisk­veiðiland­helgi Íslands, að stunda veiðar á mak­ríl hér á heima­miðum og á samn­ings­svæði Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðinefnd­ar­inn­ar NEAFC, utan lög­sögu ríkja, að fengnu sér­stöku leyfi Fiski­stofu.

Fari heild­arafli ís­lenskra skipa í mak­ríl á ár­inu 2012 yfir 145.227 lest­ir, eða í 20.000 lest­ir á samn­ings­svæði Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðinefnd­ar­inn­ar NEAFC, utan lög­sögu ríkja, ákveði ráðherra hvort veiðar á mak­ríl skuli bannaðar eða tak­markaðar með ein­hverj­um hætti.

Jón hef­ur því ákveðið leyfi­legt byrj­un­ar­heild­arafla­mark á ár­inu 2012 á síðasta degi sín­um á ráðherra­stóli, en mak­ríl­deil­an hef­ur verið viðkvæmt mál á milli Íslands og annarra ríkja, meðal ann­ars aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins.

Jón er sem kunn­ugt er and­víg­ur um­sókn og inn­göngu Íslands í ESB. Reglu­gerðina, sem und­ir­rituð var í gær og hef­ur verið birt á vef Stjórn­artíðinda, er að finna hér.

mbl.is