Hafna ásökunum Ólínu

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

„Við höf­um langt því frá sett okk­ur upp á móti öll­um til­lög­um,“ seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, spurður út í full­yrðing­ar Ólínu Þor­varðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þess efn­is að hags­munaaðilar í sjáv­ar­út­veg­in­um hafi sett sig upp á móti öll­um til­lög­um sem fram hafa komið um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un.

Um­mæl­in komu fram í ræðu Ólínu í pall­borðsum­ræðum um stefnu í sjáv­ar­út­vegi sem fram fóru í Iðnó síðastliðinn miðviku­dag og greint var frá þeim í blaðinu í gær.

„Við höf­um hins­veg­ar bar­ist mjög hart gegn þeim til­lög­um sem Sam­fylk­ing­in var með um fyrn­ing­ar­leið, enda var ljóst hvað hún þýddi. Við höf­um líka bar­ist mjög hart gegn þessu frum­varpi sem var lagt fram í fyrra­vor, vegna þess hvaða af­leiðing­ar það hefði haft ef það hefði orðið að lög­um. Ut­an­rík­is­ráðherr­ann hef­ur sjálf­ur líkt því við bíl­slys, en það að við höf­um sett okk­ur upp á móti öll­um til­lög­um, það er rangt,“ seg­ir Friðrik

Hann bæt­ir við að eng­in sann­girni sé fólg­in í því að halda því fram að hún [Ólína] hafi keyrt á áróður­s­vegg eins og hún sagði sjálf á fund­in­um. „Frá því að end­ur­skoðun á lög­um um stjórn fisk­veiða fór af stað þá höf­um við óskað eft­ir því að fá að koma að þeirri vinnu eft­ir að sátta­nefnd­in lauk störf­um haustið 2010 en þá lýsti Ólína því yfir að nú væri sam­ráðinu lokið,“ seg­ir Friðrik.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: