Fundi Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins um makrílveiðar lauk í dag án niðurstöðu. Var hann haldinn í Bergen í Noregi.
Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands í viðræðum um makrílveiðar, segir fundinn hafa verið gagnlegan og að ákveðið hafi verið að halda viðræðunum áfram í Reykjavík 14.-17. febrúar nk.
Þá hafði Rússland stöðu áheyrnaraðila á fundinum.
Auk Tómasar H. voru Jóhann Guðmundsson og Friðrik J. Arngrímsson þátttakendur af Íslands hálfu.