Funda næst um makríl í Reykjavík

Tómas H. Heiðar
Tómas H. Heiðar Morgunblaðið/Golli

Fundi Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins um mak­ríl­veiðar lauk í dag án niður­stöðu. Var hann hald­inn í Ber­gen í Nor­egi.

Tóm­as H. Heiðar, aðal­samn­ingamaður Íslands í viðræðum um mak­ríl­veiðar, seg­ir fund­inn hafa verið gagn­leg­an og að ákveðið hafi verið að halda viðræðunum áfram í Reykja­vík 14.-17. fe­brú­ar nk.

Þá hafði Rúss­land stöðu áheyrn­araðila á fund­in­um.

Auk Tóm­as­ar H. voru Jó­hann Guðmunds­son og Friðrik J. Arn­gríms­son þátt­tak­end­ur af Íslands hálfu.

mbl.is