Vill strax niðurstöðu um makrílinn

Steingrímur J. Sigfússon og Maria Damanaki í Brussel.
Steingrímur J. Sigfússon og Maria Damanaki í Brussel.

María Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir að finna verði lausn á deil­um um mak­ríl­veiðar strax. Þetta seg­ist hún hafa sagt við Stein­grím J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi þeirra í Brus­sel í vik­unni.

„Ég ræddi við Sig­fús­son, nýj­an sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Íslands, og lagði áherslu á það við hann að við yrðum að finna lausn á mak­ríl­deild­unni strax. Ég sagði hon­um að við yrðum að gera allt sem við gæt­um til að koma í veg fyr­ir hrun þessa mik­il­væga fiski­stofns,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem Dam­anaki birti eft­ir fund­inn.

Dam­anaki seg­ir að á fund­in­um hafi auk þess verið rætt um breyt­ing­ar á sam­eig­in­legu fisk­veiðistefn­unni. Stein­grím­ur hafi rætt um viðræður um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og um sjáv­ar­út­vegskafl­ann.

mbl.is