Hlupu út í búðirnar í Brussel

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.

„Það er þess vegna sem við hlup­um af síðasta fund­in­um í Brus­sel í síðustu viku og ruk­um í búðir, ekki vegna þess að það sé allt miklu betra í út­lönd­um, held­ur vegna þess að það er hægt að fá meira fyr­ir minna í ESB og það er miklu meira úr­val,“ skrif­ar Bryn­dís Ísfold Hlöðvers­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Já Ísland, í svar­grein vegna skrifa inn­an­rík­is­ráðherra um ut­an­ferðir. 

Bryn­dís Ísfold seg­ir vöru­skort­inn á Íslandi birt­ast í kaup­gleði í Brus­sel­ferðum.

„Nú í síðustu viku var ég á ferð í Brus­sel ásamt fríðu föru­neyti Evr­óp­us­inna, og þó eng­inn hafi fengið dag­pen­inga og þó all­ir dag­arn­ir hafi verið þaul­skipu­lagðir þá voru all­ir með lista yfir hluti sem þeir áttu vin­sam­leg­ast að kaupa inn fyr­ir vini og vanda­menn. Barna­föt, sokka­bux­ur, belg­íska osta, sér­staka skó, Tinna, Kol­bein og Tobba,  Gap, H&M og aðeins meira H&M.“

Gagn­rýn­ir inn­an­rík­is­ráðherra

Bryn­dís Ísfold skýt­ur föst­um skot­um að Ögmundi Jónas­syni inn­an­rík­is­ráðherra.

„Ég nenni ekki að eyða of mörg­um orðum í Ögmund Jónas­son sem ásakaði í síðustu viku op­in­bera starfs­menn og nær alla sem nokkru sinni hafa átt í sam­starfi við ESB um að ánetj­ast dag­pen­ing­um og fór svo sjálf­ur strax upp í flug­vél og á dag­pen­inga­fund með ESB ráðherr­un­um í Dan­mörku.

Það sem ég nenni að eyða orðum í er hin klass­íska út­landa­ferð Íslend­inga. Því allt frá ör­ófi alda hef­ur verið tak­markað úr­val af varn­ing hér á landi og hátt verð á öll­um nauðsynj­um gert það að verk­um að Íslend­inga má greina frá fjöld­an­um í hvaða út­landi sem er, þar sem karl­ar og kon­ur troða tösk­ur sín­ar full­ar áður en heim er komið af því sem ekki finnst hér á landi eða því sem má aðeins finna hér á landi fyr­ir morðfjár. Fá­gæt­ar app­el­sín­ur frá sjó­mönn­um á stríðsár­un­um breytt­ist í fjölda­ferðir hús­mæðra til Glasgow á ní­unda ára­tugn­um og svo í para­ferðir, Bost­on­ferðir tí­unda ára­tugs­ins o.s.frv.“

Pist­il Bryn­dís­ar Ísfold­ar má lesa í heild sinni hér.

mbl.is