Jón Bjarnason: Þjóðaratkvæði um ESB samhliða forsetakosningum

Jón Bjarna­son, þingmaður VG og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hvet­ur til þess í grein í Morg­un­blaðinu í dag að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um fram­hald aðild­ar­viðræðna að ESB sam­hliða for­seta­kosn­ing­un­um í sum­ar.

Í grein­inni seg­ir Jón: „Við þekkj­um nú vel kröf­ur ESB. Að óbreyttu fer aðlög­un að ESB á fullt og erfitt get­ur verið að kippa ein­stök­um hlut­um aðlög­un­ar­samn­ings­ins til baka þó svo samn­ing­ur­inn í heild verði felld­ur. Leggj­um fram­hald aðlög­un­ar­inn­ar að ESB því í dóm þjóðar­inn­ar áður en lengra er haldið.“

Grein Jóns Bjarna­son­ar má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina