Sumt er hafið yfir tíma og rúm

Flaming Lips komu fram í Vodafone-höllinni eða Hlíðarenda á Airwaves …
Flaming Lips komu fram í Vodafone-höllinni eða Hlíðarenda á Airwaves hátíðinni árið 2014. Eggert Jóhannesson

Meist­ara­verk The Flam­ing Lips: The Soft Bull­et­in hljóm­ar jafn ferskt nú og plat­an gerði árið 1999. Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu sjötta fe­brú­ar 2012.

Nú eru liðin tæp þrett­án ár frá út­gáfu meist­ara­stykk­is­ins The Soft Bull­et­in frá síglöðu skyn­villupönk­ur­un­um í The Flam­ing Lips, sem eru frá Okla­homa af öll­um stöðum. Plat­an hef­ur smátt og smátt öðlast sess sem tíma­laust meist­ara­verk á meðal tón­listaráhuga­manna, t.d. fær hún slétta 10 í ein­kunn hjá Pitch­fork.com, indíbiblí­unni ágætu þó reynd­ar sé ekki hægt að fletta dómn­um upp.

The Soft Bulletin kom út árið 1999.
The Soft Bull­et­in kom út árið 1999.

En hvað er það sem er svona gott við plöt­una og hvernig varð hún til? Svarið við því má finna að hluta til í frá­bærri heim­ild­ar­mynd sem er að finna á áður­nefndri síðu þar sem rætt er hljóm­sveit­armeðlim­ina Wayne Coyne, Steven Drozd og Michael Ivins, upp­töku­stjór­ann Dave Fridmann ofl. um gerð plöt­unn­ar. Þar kem­ur fram að sveit­in var á tíma­mót­um þegar plat­an var gerð. Eft­ir að hafa átt smell­inn „She don’t use jelly“ í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins var hljóm­sveit­in þokka­lega þekkt sem nokkuð hefðbund­in banda­rísk ný­bylgjurokksveit. Í stað þess að fylgja þeirri vel­gengni eft­ir með fleiri smell­um hrundu sölu­töl­ur sveit­ar­inn­ar. 

Drozd trommu­leik­ari og fær­asti hljóðfæra­leik­ari sveit­ar­inn­ar átti við þráláta heróín­fíkn að stríða. Ofan á það ákvað sveit­in að gefa út plöt­una Zaireeka sem kom út á fjór­um geisladisk­um – sem þurfti að spila alla sam­tím­is til að tón­list­in hljómaði eins og ætl­ast var til! Gal­in hug­mynd – en eins og all­ir vita er vel­gengni oft það eina sem skil­ur að snilld frá brjálæði. Á sama tíma hóf­ust upp­tök­ur á The Soft Bull­et­in.

Flaming Lips um svipað leyti og The Soft Bulletin var …
Flam­ing Lips um svipað leyti og The Soft Bull­et­in var gerð. Ivins, Coyne og Drozsd. mbl.is

Eng­ir gít­ar­ar

Þegar sveit­in hóf upp­tök­ur hafði gít­ar­leik­ari sveit­ar­inn­ar haldið á önn­ur mið og ákveðið var að nýta það sem tæki­færi til að bylta hljómi sveit­ar­inn­ar sem var þekkt fyr­ir mikla gít­ar­veggi. Lagt var upp með að eng­ir gít­ar­ar myndu verða notaðir. Þó svo að í ein­hverj­um lög­um heyr­ist í gítarplokki er þetta lyk­ill­inn að þeim stóra sin­fón­íska hljómi sem ein­kenn­ir plöt­una. Skyndi­lega hafði mynd­ast mikið pláss sem þurfti að gera til­raun­ir með hvernig ætti að út­færa. Að hluta til fóru þær til­raun­ir fram við gerð Zaireeka sem er mun hrárri en The Soft Bull­et­in en sveit­in fékk að gera Zaireeka með því skil­yrði að næsta plata yrði aðgengi­legri.

Þar sem sveit­in hafði ekki hug­mynd um hvernig plat­an ætti að hljóma fór mik­il orka í að gera til­raun­ir og marg­ir part­ar voru tekn­ir upp aft­ur og aft­ur á ótal mis­mun­andi vegu. Að hluta til skýr­ir það hversu víðfeðmur hljóm­ur­inn er. Viðtök­urn­ar sem sveit­in fékk voru líka mis­jafn­ar þegar afrakst­ur­inn var kynnt­ur, fólk hélt t.a.m. að „Race for the prize“, þekkt­asta lag plöt­unn­ar, væri hálf­gert grín þar sem hljóm­ur­inn á tromm­un­um í lag­inu breyt­ist svo mikið á milli kafla.

Coyne í London árið 2006. Það má alltaf treysta á …
Coyne í London árið 2006. Það má alltaf treysta á að sveit­in skemmti fólki. AFP

Hug­leiðing­ar um lífið og dauðann

En það var ekki bara hljóm­ur­inn sem breytt­ist, texta­gerðin tók líka mikl­um breyt­ing­um. Coyne hafði verið van­ur að semja súr­realíska texta um jóla­hald í dýra­görðum og fleira í þeim dúr. Nálg­un­in á The Soft Bull­et­in er per­sónu­legri þar sem hvers­dags­leg­ar vanga­velt­ur um lífið og dauðann eru áber­andi ásamt sög­um sem flest­ir geta tengt við, þó alltaf glitti í húm­or­inn og kæru­leysið sem er svo stór og heill­andi þátt­ur í karakt­er sveit­ar­inn­ar.

Góðar og áhuga­verðar sög­ur eru gjarn­an á bak við gerð margra platna. En The Soft Bull­et­in hef­ur náð að eld­ast bet­ur en flest það sem gert var á tí­unda ára­tugn­um. Gald­ur­inn á bak við þetta tíma­leysi er þó hugs­an­lega að finna í sög­unni um gerð henn­ar. Með því að kafa í óviss­una og reyna að gera plötu sem eng­inn var virki­lega viss um hvernig ætti að hljóma var hægt að gera tónlist sem fangaði augna­blikið full­kom­lega en ásamt því að fjalla um hluti sem eru hafn­ir yfir tíma og rúm á þann hátt að aðrir tengi líka. 

mbl.is