Ríkisstjórnin móti sameiginlega ESB-stefnu

Þinghús ESB í Strasbourg.
Þinghús ESB í Strasbourg. Ljósmynd/JPlogan

Fram kem­ur í upp­kasti að álykt­un ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar þings Evr­ópu­sam­bands­ins frá síðastliðnum mánu­degi að full­trú­ar í nefnd­inni hefðu áhyggj­ur af því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hér á landi, Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð og Sam­fylk­ing­in, séu ekki sam­stíga í af­stöðu sinni til inn­göngu í sam­bandið. Flokk­arn­ir tveir eru hvatt­ir til þess að „taka upp sam­eig­in­lega stefnu­mörk­un vegna aðild­ar að ESB.“

Í umræðum um skýrslu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB um fram­vindu um­sókn­ar­ferl­is­ins fögnuðu full­trú­ar í ut­an­rík­is­mála­nefnd­inni al­mennt góðum ár­angri rík­is­stjórn­ar­inn­ar á leið sinni til inn­göngu í sam­bandið. Hins veg­ar kölluðu þeir eft­ir því að rík­is­stjórn­in „yki und­ir­bún­ingi fyr­ir aðlög­un að lög­gjöf ESB og þá einkum á þeim sviðum sem EES-samn­ing­ur­inn nær ekki til.“

Frétt Europolitics

mbl.is