„Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að 16. júlí 2009 er ekki lengur til. Klofningur er staðfestur milli þeirra tíu ESB-ríkja sem standa utan evrusamstarfsins og hinna 17 sem nota evru sem lögeyri", segir Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.
„Er ekki kominn tími til að taka utanríkismál lýðveldisins úr höndum sértrúarsafnaðarins sem er með heimili og varnarþing í Samfylkingunni?" spyr Páll en grein hans má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.