Andlát Whitney Houston mun hafa áhrif á Grammy-verðlaunin sem afhent verða í kvöld í 54. skipti. Verðlaunin eru stærsta hátíðin í tónlistarbransanum og þurfa skipuleggjendur hennar að bregðast skjótt við.
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur logað síðan fréttir bárust af því að Whitney Houston hefði dáið á hóteli í Los Angeles aðeins 48 ára að aldri.
Mariah Carey skrifaði á twittersíðu sína að hún myndi aldrei gleyma Whitney Houston því hún hefði státað af stærstu rödd jarðarinnar. Rihanna sagði að það væri skrítið að vera á Grammy-æfingu akkúrat núna.
„Þetta er svo hrikalegt. Við munum alltaf elska þig Whitney,“ sagði Katy Perry á Twitter.
„Ég var að heyra fréttirnar og er brjálaður,“ sagði Juston Bieber á Twitter.